Mínir fordómar

Fyrsta blog látum vaða embarassed  ég er að hugsa um það sem að hefur sýrt okkar íslenska þjóðfélag og einnig þjóðfélagið sem ég bý í (noregur) þ.e.a.s fordómar gagnvart flóttafólki og bara útlendingum yfirleitt, ég er fordómafullur gagnvart þessum einstaklingum, þó minna í dag en áður! ég var fordómafyllri fyrir ekki svo mörgum árum þá eiginlega bara mikill rasisti, (hversu ömurlegt er það). Ég uppgötvaði það einn daginn að mér leið eiginlega illa yfir því hvenig ég hugsaði um fólk og hversu mikið ég leit niður á útlendinga, svart fólk, fólk frá austurlöndum, fólk af öðrum kynstofnum eða bara fólk sem var ekki alveg eins og við norræna fólkið.. Ég tók ákvörðun!! Sú ákvörðun var tekin vegna þess að ég fór að hugsa, af hverju líður mér pínu illa þegar ég tala eða hugsa eitthvað ljótt um þetta fólk? Jú kanski vegna þess að ég vissi að þetta fólk var kannski ekki svo frábrugðið mér þó það hefði alist upp við annað en ég, þá til dæmis trúmál aðra hefðir og leit lífið öðrum augum en við vestulandabúar. Er ég betri vegna þess að ég trúi á annað og hef önnur gildi en þetta fólk, svarið við því er nei! ég er bara öðruvísi alin upp og hef myndað mínar skoðanir út frá því sem ég hef heyrt í kring um mig og myndað mínar skoðanir út frá þeirri sýn og því sem ég sé í fréttum, eina sem maður sér þar er að einhver múslimi er að drepa einhvern eða þá að vestulöndin eru að bjarga múslimunum með því að varpa sprengjum á þá (skrítin björgun það!) Mér finnst að það  ekki í lagi að sprengja upp og drepa 30 börn og foreldra þeirra til að ná einum glæpamanni.

En nú aftur að mínum fordómum því ég er ekki alveg laus við þá, það er ekkert auðvelt að snúa við blaðinu eftir að hafa eitt kannski 45 árum í eitthvað sem maður hefur trúað að væri hin heilagi sannleikur. Ég stend mig oft að því að hugsa neikvætt til fólksins sem er að flýja löndin sín og leita ásjár hjá okkur sem búum í þessum heimshluta, þegar ég verð var við það þá átta ég mig á því vegna þess að neikvæða tilfinningin kemur upp á yfirborðið. Í dag hef ég náð að hugsa hlutina lengra, nú hef ég að ég held fundið lausnina, og hún er fræðsla! Því áður, þá var það bara þekkingarleysi og hræðsla við eitthvað sem ég þekkti ekki sem stjórnaði för núna þegar ég fæ þessa neikvæðu tilfinningu fer ég og fræðist um fólkið og það sem ég þarf og hingað til hefur að ekki klikkað, mér líður betur á eftir og ég veit meira hræðslan hverfur og ég hef ekki fordóma fyrir því sem ég hafði áður. Kannski einhvern daginn verð ég laus við fordómana!

Ég ætla allavega að reyna.


Um bloggið

Rauði hatturinn

Höfundur

Rauði hatturinn
Rauði hatturinn
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband